Um

Velkominn kæri lesandi.

Ég heiti Ingólfur Gíslason og skrifa hér um stærðfræðimenntun, ljóðlist, samfélag og hvaðeina sem mér dettur í hug.

Ég kenni í Kvennaskólanum og vinn að doktorsritgerð á sviði stærðfræðimenntunar.

 

Ögn um stærðfræðinám og kennslu:

Stærsta vandamál flestra í tengslum við stærðfræði er að hún hefur ekki merkingu fyrir þeim. (Í þessu felst þá meðal annars að vandinn er ekki sá að nemendur nái ekki færni í einföldum reikningi, þó að það sé vissulega slæmt, og líklega afleiðing merkningarleysisins.) Stærðfræðinám er (eins og annað nám) flókið fyrirbæri og ekki víst að hægt sé að ná því með einfaldri skilgreiningu. Ég geng eins og stendur út frá vinnuskilgreiningu sem hefur tvær hliðar:

  1. Að læra stærðfræði er að gefa fyrirbærum stærðfræðilega merkingu. Merking felst í tengslum milli framsetninga, hugtaka og hluta.
  2. Að læra stærðfræði er að auka möguleika sína til að hafa áhrif á heiminn með stærðfræði (stærðfræðilegri hugsun, tungumáli, röksemdum).

Í þessu tvennu hefur afar mörgu og miklu verið þjappað saman í stutt mál, en vonandi eru og verða ýmsar færslur og efni á þessum vef sem varpa einhverju ljósi á þetta.

Sem manneskjur höfum við háþróaðan búnað til að skynja og eiga í samskiptum við annað fólk. Við greinum og metum tónfall, augnhreyfingar og svipbrigði hraðar en nokkur ofurtölva. Flestum þykir gott að sjá andlit viðmælenda sinna. Þess vegna er hér mynd af mér.

Auk þess að fást við kennslu og rannsóknir á stærðfræðimenntun fæst ég við ýmis konar skrif og hef gefið út örfáar ljóðabækur.

Mín helstu áhugamál eru barátta fyrir jöfnuði, skáldsögur, bíómyndir, ljóðlist, gagnrýnin fræði, fótbolti, menningarrýni, kraftlyftingar, skák, vísindasaga, nútímatónlist, sálgreining, mælskulist, fornir tölvuleikir og mannleg samskipti.

Það má ná í mig í tölvupóstinum ingo hjá skjabjort.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>